<$BlogRSDURL$>
     ____.       __                            .__ 
    |    | _=_=_/  |_ __ __  ____  __ _____  __|__|
    |    |/  _ \   __\  |  \/    \|  |  \  \/  /  |
/\__|    (  <_> )  | |  |  /   |  \  |  />    <|  |
\________|\____/|__| |____/|___|  /____//__/\_ \__|
                                \/            \/   
Wednesday, November 03, 2004
 
John Doe Tapar Kosningum
Nú eru kosningar loksins, loksins yfirstaðnar. Það er með ólíkindum hvað maður getur fengið leið á þessu, sérstaklega þegar valið stendur milli ills og verra.

Kosningarnar fóru eins og ég hafði spáð, Bush vann. Ég þykist líka vita hvers vegna. Það er auðvelt að gelta að menn hafi kosið af ótta og heimsku, en málið er í raun einfaldara og rökréttara en það.

1. John Kerry eða John Doe?

Ég vil meina að John Kerry hafi tapað fyrst og fremst vegna þess að kosningarnar snérust alls ekki um hann. Þær voru alfarið um George Bush. Nær allir sem hafa sagt mér að þeir hafi kosið John Kerry kusu hann af því að þeir vildu ekki Bush. Þeir hefðu væntanlega kosið á sama veg (ekki Bush), sama hvort John eða séra John hafi verið í framboði. Margir héðan segjast hafa kosið Badnarik (hann er frá Austin) af sömu ástæðu. Hann er ekki Bush. En málið er að maður verður ekki forseti fyrir það eitt að vera ekki Bush. Clinton vann af því að hann var Clinton, ekki af því að hann var ekki Bush. Reagan sömuleiðis hafði sigur af eigin dáðum, ekki fyrir það að vera ekki Carter.

2. Veikur flokkur

Repúblikanaflokkurinn er sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Það veit ekki á gott, en það er einna helst vegna þess að demókratar eru veikir og bjóða ekki samkeppnishæfa leiðtoga. Þá skortir ekki aðeins leiðtoga, heldur leið til að toga. Ég er enn ekki með á hreinu hver afstaða flokksins er til helstu málefna, jafnvel eftir margra mánaða kosningabaráttu. Það er þó ljóst að góður meirihluti flokksmanna er ósammála forsetaefninu þegar kemur að stríðsrekstri. Þeir verða að styrkja sína stöðu og samstöðu ef þessi elsti stjórnmálaflokkur Bandaríkjanna ætlar að halda velli.

Það sýnir sig best í því að John Kerry var besti frambjóðandi til forseta sem hægt var að finna innan flokksins. Betur má ef duga skal. En raddir sem maður heyrir um næsta frambjóðanda segja að það verði líklega Hillary Clinton. Ég tel að hún geti heldur ekki verið forseti. Hún er of mikil skessa til þess. Og sérstaklega á hún ekki séns ef frambjóðandi repúblikana á móti henni verður Rudolph Giuliani.

Þeir einu demókratar sem hafa orðið forsetar undanfarna hálfa öld hafa verið góðgeðjaðir ríkisstjórar úr suðurríkjunum. Meðan demókratar halda áfram að tilnefna snobbaða og fúllynda öldungardeildarþingmenn þá verður þeim ekkert ágengt.



Powered by Blogger