<$BlogRSDURL$>
     ____.       __                            .__ 
    |    | _=_=_/  |_ __ __  ____  __ _____  __|__|
    |    |/  _ \   __\  |  \/    \|  |  \  \/  /  |
/\__|    (  <_> )  | |  |  /   |  \  |  />    <|  |
\________|\____/|__| |____/|___|  /____//__/\_ \__|
                                \/            \/   
Monday, February 02, 2004
 
Kostnaður skattalækkana
Í kosningabaráttunni sem er í gangi þessa dagana hér í Ameríku heyrir maður oft Demókrata henda því fram eins og sjálfsögðum hlut að skattalækkanir Bush hafi kostað svo og svo mikið. 500 milljarðar segja þeir að þessi skattalækkun hafi kostað.

Í fyrsta lagi kosta skattalækkanir ekki nokkurn skapaðan hlut. Þær minnka hlutfallslegan kostnað skattgreiðenda. Ef skattgreiðendur borga minna í skatt, þá eiga þeir þeim mun meiri peninga til að ráðstafa í annað en skatta. Það sem Demókratar eru að gefa í skyn er að það hafi kostað ríkið, og þar með fólkið 500 milljarða í glötuðum skatttekjum að lækka skatta um þetta mikið. Þetta er gífurleg vanvirðing við skattgreiðendur, því forsendan hér er sú að ríkið eigi alla peninga sjálfgefið og gefi góðfúslega skattgreiðendum þá peninga sem þeir greiða svo ekki í skatt.

Í öðru lagi er engin leið að vita hversu há fjárhæðin er sem skattalækkunin samsvarar. Skattalækkanir eru hlutfallslegar, þ.e.a.s. í prósentum. Þar sem ekki er vitað hverjar tekjur framtíðarinnar verða þá er heldur ekki vitað hve skattur verður hár á þær tekjur. Heildartekjur almennings í framtíðinni eru óþekktar, en við vitum aðeins hve háa prósentu af þeim tekjum almenningur kemur til með að greiða í skatt. Þannig er mögulegt að hlutfallsleg lækkun á skatti geti haft í för með sér auknar skatttekjur í krónum talið ef heildartekjur verða óvænt hærri en áætlað var.

Árið 1980 lækkaði ríkisstjórn Ronald Reagan skatta svo um munaði. Þó jukust skatttekjur milli þeirra ára sem skatthlutfall lækkaði. Þessi leikur var endurtekinn í Kaliforníu 1994 þegar yfirvöld þar lækkuðu allverulega skatta. Dæmin í hina áttina eru svo mörg að það er skelfilegt. Það má líta ekki lengra en til Íslands til að finna fjöldan allan af kjörtímabilum þar sem skatthlutfall var hækkað en skatttekjur drógust saman.

Þó eru þessir Demókratar enn, á 21. öld, að boða skattahækkanir. Þeir kalla það þó auðvitað ekki hækkanir, heldur "afturkall lækkana".

Comments: Post a Comment

Powered by Blogger