<$BlogRSDURL$>
     ____.       __                            .__ 
    |    | _=_=_/  |_ __ __  ____  __ _____  __|__|
    |    |/  _ \   __\  |  \/    \|  |  \  \/  /  |
/\__|    (  <_> )  | |  |  /   |  \  |  />    <|  |
\________|\____/|__| |____/|___|  /____//__/\_ \__|
                                \/            \/   
Friday, April 22, 2005
 
Munurinn á lögum og reglum
Oft hittir maður menn sem ekki kunna mun á lögum og reglugerðum. Vissulega er það skiljanlegt því menn nota oft hvort orðið sem er yfir bæði hugtökin, auk þess sem löggjafinn setur jú lög samkvæmt kenningunni, þó í praxis sé nærri allt sem kemur frá löggjafanum þessa dagana reglugerðir.

Hér er skilgreiningin:

Lög eru hlutlæg, og því nauðsynlega rökrétt, og eiga við alla menn á öllum stundum. Reglugerðir geta stangast á og geta átt við suma menn á ákveðnum tímum.

Oftast eru því lög höft á ríkisvald, sett til að koma í veg fyrir að valdinu sé beitt gegn borgurunum. Reglur eru hins vegar höft á borgarana.

Þannig eru lög sett svo enginn maður geti ráðið yfir öðrum heldur ráði lögin yfir öllum. Reglur eru settar til að sumir menn geti ráðið yfir öðrum.

Í frjálsu samfélagi þar sem lögræði er, þar eiga lögin alltaf að ráða fyrst. Reglugerðir sem stangast á við lögin hafa því yfir frjálsum mönnum ekkert vald.
Comments: Post a Comment

Powered by Blogger